Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, stendur sig vel á PGA-mótinu á Sedgefield-vellinum í Norður-Karólínu. Hann hefur nú lokið sextán holum á fyrsta hring og er á tveimur höggum undir pari.
Ólafur Björn hóf hringinn á því að fá skramba, þ.e. hann lék fyrstu holuna á tveimur höggum yfir pari. Síðan þá hefur hann vart stigið feilspor. Hann hefur leikið ellefu holur á pari og fjórar á fugli.
Ólafur Björn er því á tveimur höggum undir pari samanlagt og deilir 21. sæti með fjórtán öðrum kylfingum.
Hægt er að skoða stöðuna hérna.

