Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði.
Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina.
Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum.
Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ.
Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar.
Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi.
Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu.
Ásdís og Kristinn keppa á HM í frjálsum - meiðsli Ásdísar há henni ekki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
