Erlent

Vilja borga stjörnunum fyrir að ganga ekki í A&F

Liðið í Jersey Shore er ekki fínn pappír að mati Aberbrombie & Fitch.
Liðið í Jersey Shore er ekki fínn pappír að mati Aberbrombie & Fitch.
Bandaríska fatamerkið Abercrombie and Fitch hefur boðist til þess að greiða umtalsverðar upphæðir til leikara og framleiðanda þáttanna vinsælu Jersey Shore á MTV sjónvarpsstöðinni, fyrir að ganga ekki í fötum frá fyrirtækinu. Yfirleitt er þessu öfugt farið og greiða fyrirtæki oft fúlgur fjár til þess að vörumerki þeirra sjáist í vinsælum þáttum.

Abercrombie and Fitch eru hinsvegar á því að stjörnurnar í Jersey Shore geri illt verra fyrir ímynd fyrirtækisins þegar þær klæðast fötunum og var sérstaklega minnst á Mike "The Situation" Sorrentino í því samhengi.

„Við erum mjög áhyggjufull yfir því að tengsl hr. Sorrentino við merkið okkar gæti skaðað ímynd þess verulega," segir í yfirlýsingunni. Ekkert svar hefur borist frá MTV hvað varðar tilboðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×