Keegan Bradley, bandaríski kylfingurinn sem sigraði í PGA-meistaramótinu um helgina, hækkaði sig um 300 sæti á heimslistanum í golfi með sigrinum, eins og greint er frá á kylfingur.is.
Fyrir mótið var hann í 329. sæti listans en situr nú í því 29. Þannig náði hann að skáka stórstjörnu eins og Tiger Woods sem er í 33. sæti.
Englendingurinn Luke Donald er sem fyrr í efsta sæti listans en hann náði 8. sæti í PGA-meistaramótinu.
