Ein ferð í Bónus Árni Svanur Daníelsson & Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 18. ágúst 2011 08:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat, burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stígvélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar samverustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og málþroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleikir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara sem hafa undanfarin ár dregist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat, burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stígvélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar samverustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og málþroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleikir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara sem hafa undanfarin ár dregist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun