Innlent

Einn grunaður um fíkniefnaakstur, umferðarmál þó almennt farsæl

Fjöldi bíla streyma úr bæjum og borgum þessa helgina, enda mikið framboð af hátíðum víða um land.
Fjöldi bíla streyma úr bæjum og borgum þessa helgina, enda mikið framboð af hátíðum víða um land.
Svo virðist sem umferð hafi gengið vel um allt land í dag, þrátt fyrir mikinn straum fólks milli bæjarfélaga þar sem útihátíðir eru víða í þann mund að hefjast. Einn ökumaður hefur verið tekinn grunaður um fíkniefnaakstur og þrír fyrir of hraðan akstur.

Lögreglan á Selfossi sagði umferðina koma í kippum á Suðurlandsveginum í takt við ferjunartíma Herjólfs, en margir halda nú suður til Vestmannaeyja þar sem þjóðhátíðargestir þjófstarta margir í kvöld á Húkkaraballinu svokallaða.

Einnig hefur gengið ljómandi vel í Borgarnesi að sögn lögreglu á staðnum. Einn ökumaður var stöðvaður um sexleytið grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur.

Ástand ökumanna og ökutækja hefur almennt verið gott að sögn lögreglu um allt land, en á meðan lögreglan á Borgarnesi sá enga aukningu á fjölda ferðalanga í ár þótti lögreglumönnum á Egilsstöðum mikill munur vera þar á, enda fer þar fram um helgina Unglingalandsmót ÚÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×