Innlent

Ammoníakleki í Fisk Seafood

Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd Feykir.is.
Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd Feykir.is.
Allt tiltækt lið brunavarna Skagafjarðar var kallað út að höfuðstöðvum Fisk Seafood á Sauðárkróki vegna ammoníakleka á fjórða tímanum. Þetta kemur fram á skagfirska vefnum Feyki.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstjóra, var lekinn minniháttar, en það tók slökkviliði ekki nema nokkrar mínútur að stöðva lekann. Slökkviliðið yfirgaf vettvanginn fyrir stundu.

Engum varð meint af en nokkrir voru enn við vinnu þegar lekinn kom upp og þurftu þeir að yfirgefa húsið.

Nærliggjandi hús voru ekki talin í hættu þar sem vindátt er sterk en við þær aðstæður gufar mengunin nánast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×