Erlent

Fornleifafundur breytir sögu Danmerkur

Merkur fornleifafundur í Jelling í Danmörku þýðir að Danir þurfa að endurskrifa sögu sína.

Um er að ræða kirkjuskip steinkirkju sem talið er að hafi verið reist skömmu eftir árið 1.000. Hingað til hafa elstu steinkirkjur Danmerkur verið taldar reistar á árunum frá því um miðja tólftu öld eða aðeins fyrr, það er uppúr aldamótunum árið 1100.

Stórveldistími Jelling var á tímum Haraldar Blátannar konungs sem ríkti yfir Danmörku og síðar einnig Noregi frá miðri tíundu öld og fram til ársins 985 þegar hann dó. Haraldur Blátönn er sá konungur sem kristnaði Dani. Hann er einnig þekktur fyrir rúnasteinana í Jelling sem hann lét gera á sinni tíð.

Fornleifafræðingar hafa fundið steinkirkju undir leifum trékirkju sem stóð lengi í Jelling frá byrjun elleftu aldar. Það er jafnvel talið að þessi kirkja hafi verið byggð ofan á gröf Gorm hins gamla, föður Haraldar Blátannar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×