Erlent

Ísraelsmenn hafna tillögum Baracks Obama

Tillögur Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að færa landamæri Ísraels aftur til þess sem þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967 falla í grýttan jarðveg í Ísrael.

Benjamin Netanjahu forsætisráðherra hafnar þessum tillögum alfarið og skorar á Obama að draga þær til baka. Landamæri Ísraels eins og þau voru árið 1967 eru óverjanleg að mati Netanjahu. Hann bendir jafnframt á að um 300 þúsund Ísraelsmenn búi nú utan þessara landamæra.

Netanjahu hvetur Obama til að standa við loforð sem Bandaríkjamenn hafi gefið Ísraelum árið 2004 um að framtíð Palestínu sé í sínu eigin ríki en ekki innan landamæra Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×