Erlent

Verður að vera í stofufangelsi

Dominique Strauss-Kahn veifaði til eiginkonu sinnar og dóttur, sem voru í réttarsal í gær.
Nordicphotos/AFP
Dominique Strauss-Kahn veifaði til eiginkonu sinnar og dóttur, sem voru í réttarsal í gær. Nordicphotos/AFP
Dominique Strauss-Kahn var í gær látinn laus gegn tryggingu í New York. Hann sagði af sér á miðvikudag sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna ásakana um kynferðisbrot gegn þernu á hóteli í New York.

 

Hann þarf þó að vera í stofufangelsi í íbúð á Manhattan-eyju og lúta ströngum skilyrðum um eftirlit. Tryggingarféð er ein milljón dala, en það samsvarar nærri 115 milljónum króna.

 

Stuttu áður en dómari samþykkti að láta hann lausan var formleg ákæra lögð fram á hendur honum af ákærudómstóli.

 

Í afsagnarbréfi sínu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins neitar Strauss-Kahn öllum ásökunum á hendur sér. Hann segist ætla að verja öllum tíma sínum til þess að sanna sakleysi sitt.

 

Kröfur Evrópusambandsins og nokkurra Evrópuríkja um að næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði evrópskur hafa mætt tregðu og jafnvel andstöðu af hálfu Bandaríkjanna, Kína, Brasilíu og fleiri ríkja.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×