Innlent

Skólaárið verður tíu dögum styttra

Hella. Kennsludögum grunnskólanema í Rangárþingi ytra og í Ásahrepi verður fækkað um tíu á ári. Sumarfrí þeirra lengist sem því nemur.Fréttablaðið/GVA
Hella. Kennsludögum grunnskólanema í Rangárþingi ytra og í Ásahrepi verður fækkað um tíu á ári. Sumarfrí þeirra lengist sem því nemur.Fréttablaðið/GVA
„Auðvitað er þetta skerðing á þjónustu en ekki svo mikil að fólk telji hana óásættanlega,“ segir Magnús Jóhannsson, formaður fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, um þá ákvörðun að stytta skólaárið í grunnskólum sveitarfélaganna um tíu daga.

 

Samkvæmt ákvörðuninni verður skólaárið í grunnskólunum á Hellu og á Laugalandi stytt um fimm daga að hausti og fimm daga að vori næstu tvö árin í sparnaðarskyni.

Á síðasta fundi fræðslunefndarinnar kom fram að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði lýst því viðhorfi í bréfi til skólastjóra Grunnskólans á Hellu að breytingin þyrfti ekki að fara fyrir ráðuneytið.

 

„Þar kemur einnig fram að ráðuneytið leggur áherslu á að sátt sé innan samfélagsins um breytingarnar og samráð sé haft við skólaráð og skólanefnd og viðhorf hagsmunaaðila í samfélaginu séu könnuð áður en endanleg útfærsla verður valin og að þess sé gætt að daglegt vinnuálag á nemendur verði ekki óhóflegt,“ segir í fundargerð fræðslunefndar. Enn fremur að málið hafi verið rætt í skólaráðum beggja skólanna og á foreldrafundum. „Viðhorf foreldra eru nær undantekningalaust jákvæð.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×