Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Erla Hlynsdóttir skrifar 5. september 2011 18:37 Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum. Landsdómur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum.
Landsdómur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira