Innlent

Frávísunarkrafa Geirs tekin fyrir í landsdómi

Landsdómur kemur saman nú fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafa verjanda Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður tekin fyrir. Þetta er önnur frávísunarkrafan í málinu en í fyrra skiptið hafnaði landsdómur þeirri kröfu verjandans að vísa bæri málinu frá á grundvelli þess að dómurinn væri ekki rétt skipaður.

Nú er krafist frávísunar á grundvelli ýmissa formgalla og meðal annars sagt að málið hafi ekki verið nægilega rannsakað auk þess sem ákæra sé of óljóst orðuð. Fjölmiðlar heimsins gera málinu skil í dag og í New York Times er vitnað til orða Geirs um réttarhöldin séu af pólitískum toga dulbúin sem sakamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×