Innlent

Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin ræðir að hækka matarskatt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins Mynd/Stefán
„Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í kvöld.

Hann segir að það séu skelfilegar fréttir og bendir á að almennur virðisaukaskattur sé nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning séu fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.

„Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjárhag heimilanna. Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva, segir Sigmundur Davíð.

Hægt er að lesa pistil Sigmundar Davíðs hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×