Alonso: Mikilvægt að komast á verðlaunapallinn 23. júní 2011 17:03 Fernando Alonso á fundi með fréttamönnum Í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Alonso skrifaði undir samning við Ferrari í Valencia á sínum tíma og hann ók í fyrsta skipti með liðinu á sérstökum Ferrari degi á braut í grennd við borgina. Þá hafði hann áður tekið sprett í Valencia borginni með McLaren árið 2007 og ók hann með liði frá Valencia í annarri mótaröð eitt sinn að eigin sögn. Hann hefur því ýmsar minningar frá borginni. En Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Formúlu 1 mótinu í Valencia, en besti árangur hans er sjötta sæti árið 2009. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi í Valencia í dag hvort hann ætti inni góðan árangur á brautinni. „Nei. Vitanlega verður maður að vera samkeppnisfær og lánsamur þegar öryggisbíllinn kemur út. Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma", sagði Alonso og sagði að sama staða hefði verið í síðustu keppni sem var í Kanada. Varð að stöðva keppnina vegna mikillar rigningar um tíma. Alonso telur sig hafa verið óheppinn í fyrra í Valencia í tengslum við útkomu öryggisbílsins í mótinu, en óhpp eru algeng á götubrautum sem krefst útkomu öryggisbílsins. „Vonandi getum við verið samkeppnisfærir í ár. Það er mikilvægast af öllu og það er mikilvægt fyrir okkur að komast á verðlaunapallinn hérna í Valencia. Mig líka. Vonandi getum við skemmt áhorfendum á sunnudag", sagði Alonso og gat þess að mótshaldarar og fleiri hefðu lagt áherslu á að fá fleiri áhorfendur á mótið þess mótshelgina en áður. Alonso var spurður af því á fréttamannafundinum hvort hann ætti möguleika á sigri. „Það er erfitt að vinna mót í augnablikinu. Það er ekki nokkur vafi á því að við áttum möguleika á sigri í Mónakó og Kanada. Það er staðreynd. Ekki draumsýn. Við vorum mjög nálægt sigri", sagði Alonso sem var annar á ráslínu í Kanada, en féll úr leik eftir samstuð við Jenson Button, sem vann mótið. „Við vorum 10 sentimetrum frá því að vinna í Mónakó, náðum öðru sæti, þannig að í tveimur síðustu mótunum hefur gengið vel. Við virðumst samkeppnisfærari. Eiginleikar Valencia brautarinnar eru svipaðir og í Kanada og Mónakó, þannig að kannski er annað tækfæri hérna, en því má ekki gleyma að stundum erum við sekúndu á eftir í tímatökum og ef svo er þá er erfitt að sigra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Alonso skrifaði undir samning við Ferrari í Valencia á sínum tíma og hann ók í fyrsta skipti með liðinu á sérstökum Ferrari degi á braut í grennd við borgina. Þá hafði hann áður tekið sprett í Valencia borginni með McLaren árið 2007 og ók hann með liði frá Valencia í annarri mótaröð eitt sinn að eigin sögn. Hann hefur því ýmsar minningar frá borginni. En Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Formúlu 1 mótinu í Valencia, en besti árangur hans er sjötta sæti árið 2009. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi í Valencia í dag hvort hann ætti inni góðan árangur á brautinni. „Nei. Vitanlega verður maður að vera samkeppnisfær og lánsamur þegar öryggisbíllinn kemur út. Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma", sagði Alonso og sagði að sama staða hefði verið í síðustu keppni sem var í Kanada. Varð að stöðva keppnina vegna mikillar rigningar um tíma. Alonso telur sig hafa verið óheppinn í fyrra í Valencia í tengslum við útkomu öryggisbílsins í mótinu, en óhpp eru algeng á götubrautum sem krefst útkomu öryggisbílsins. „Vonandi getum við verið samkeppnisfærir í ár. Það er mikilvægast af öllu og það er mikilvægt fyrir okkur að komast á verðlaunapallinn hérna í Valencia. Mig líka. Vonandi getum við skemmt áhorfendum á sunnudag", sagði Alonso og gat þess að mótshaldarar og fleiri hefðu lagt áherslu á að fá fleiri áhorfendur á mótið þess mótshelgina en áður. Alonso var spurður af því á fréttamannafundinum hvort hann ætti möguleika á sigri. „Það er erfitt að vinna mót í augnablikinu. Það er ekki nokkur vafi á því að við áttum möguleika á sigri í Mónakó og Kanada. Það er staðreynd. Ekki draumsýn. Við vorum mjög nálægt sigri", sagði Alonso sem var annar á ráslínu í Kanada, en féll úr leik eftir samstuð við Jenson Button, sem vann mótið. „Við vorum 10 sentimetrum frá því að vinna í Mónakó, náðum öðru sæti, þannig að í tveimur síðustu mótunum hefur gengið vel. Við virðumst samkeppnisfærari. Eiginleikar Valencia brautarinnar eru svipaðir og í Kanada og Mónakó, þannig að kannski er annað tækfæri hérna, en því má ekki gleyma að stundum erum við sekúndu á eftir í tímatökum og ef svo er þá er erfitt að sigra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira