Endurreistu gamla saltgerð fyrir vestan 16. desember 2011 07:30 stoltur Merki og umbúðir Saltverksins eru hönnuð af Geir Ólafssyni og Þorleifi Gunnari Gíslasyni. Yngvi Eiríksson er ánægður með útkomuna. fréttablaðið/GVA Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira