Innlent

Svakalegt veður undir Eyjafjöllum - Óveður á Kjalarnesi

Það er meðal annars sandfok undir Eyjafjallajökli.
Það er meðal annars sandfok undir Eyjafjallajökli.

Það er aftakaveður undir Eyjafjöllum og ekkert ferðaveður að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Mikið grjótfok eru undir Eyjafjöllum. Varðstjóri lögreglunnar sagði veðrið svakalegt.

Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi. Sandfok hefur verið í kringum Svaðbælisá og getur það skemmt ökutæki. Þá er einnig varað við óveðri í Þrengslum.

Þá er einnig varað er við óveðri á Kjalarnesi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en annars eru vegir auðir á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum eru vegir víðast auðir, þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, og Hrafnsheyrarheiði er ófær vegna flughálku.

Á Norðurlandi vestra er víða hálka eða hálkublettir og sumstaðar skafrenningur. Ofankoma er við Eyjafjörð og snjóþekja eða hálka á vegum. Í Þingeyjasýslum er nær allsstaðar nokkur hálka eða snjóþekja og víða skafrenningur eða él. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er vetrarfærð og víða mjög slæmt veður. Stórhríð er á Fjarðarheiði og Fagradal. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×