Formúla 1

Kubica á spítala eftir óhapp í rallkeppni

Robert Kubica ekur með Lotus Renault.
Robert Kubica ekur með Lotus Renault. Mynd: Getty Images
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica var fluttur með þyrlu á spítala í morgun eftir óhapp í rallkeppni á Ítalíu. Hann hefur á stundum keppt í rallakstri, sér til skemmtunar og fékk harðan skell samkvæmt fréttatilkynningu frá Lotus Renault. Í frétt á autosport.com segir að ítalskir miðlar greina frá því að hann hafi verið með meðvitund allan tímann frá óhappinu. Jakub Gerber, aðstoðarmaður Kubica var ómeiddur eftir óhappið. Í tilkynningu Lotus Renault segir að frekari fréttir verði sagðar af líðan Kubica þegar þær berast. Í bloggi hjá Adam Cooper sem starfar hjá Autosport segir að talið sé að Kubica hafi brotnaði á hendi og fæti eða fótum og ástand hans sé talið alvarlegt, en ekki lífshættulegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×