Innlent

Lögreglu- og slökkviliðsmenn á frívakt aðstoðuðu drenginn

Drengurinn var fluttur á gjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins.
Drengurinn var fluttur á gjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins. Mynd/Heiða Helgudóttir
Drengurinn sem fluttur var með hraði til Reykjavíkur fyrr í dag eftir alvarlegt slys í Sundhöll Selfoss fannst meðvitundarlaus í innilaug sundhallarinnar.

Endurlífgun hófst þegar á staðnum að hálfu aðstandenda, starfsmanna og sundlaugargesta, en tveir lögreglumenn og sjúkraflutningamaður á frívakt auk björgunarsveitarmanns voru fyrir tilviljun staddir í lauginni. Farið var með drenginn, sem er á sjötta aldursári, á Barnaspítala Hringsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.






Tengdar fréttir

Alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi

Ungur drengur var fluttur með hraði á Landspítalann eftir alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi á öðrum tímanum í dag. Lögreglubifreið og lögreglubifhjól veittu sjúkrabifreiðinni sérstakan forgang auk þess sem umferðarljósum var stýrt svo hægt væri að flytja drenginn hratt og örugglega á spítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er drengurinn sjö ára. Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×