Innlent

Svifu í dans og söng yfir höfðum áhorfenda

Mörg þúsund manns fylgdust með Fæðingu Venusar á Austurvelli í dag þegar Listahátíð í Reykjavík hófst. Þar var á ferðinni útisýning katalónska fjöllistahópsins La Fura dels Baus sem naut aðstoðar yfir 60 Íslendinga en um óvenjulegan gjörning var að ræða.

Hluti af sýningunni fór fram í háloftunum þegar tugir íslenskra sjálfboðaliða voru hífðir upp tugi metra í loftið, og svifu í dans og söng yfir höfðum áhorfenda sem fögnuðu vel að sýningu lokinni.

Sjón er sögu ríkari. Hægt er að horfa á myndband frá útisýningunni hér.


Tengdar fréttir

Margmenni sá háloftasýninguna við Austurvöll

Mikill fjöldi fólks kom saman við Austurvöll um klukkan þrjú í dag til að fylgjast með opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur sem var mikið sjónarspil, en þar var á ferðinni katalónski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×