Illa rökstudd yfirhylming 21. maí 2011 12:28 Flugumaðurinn Mark Kennedy. Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. Eftir að fregnir bárust um að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, hefði laumað sér inn í raðir Saving Iceland, líkt og annarra samtaka víða um heim, kallaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um vitneskju þeirra um veru Mark á Íslandi. Embætti ríkislögreglustjóra sendi síðan frá sér skýrslu fyrr í vikunni, upp á 19 síður, en segja má að kjarni hennar sé að ríkislögreglustjóri geti ekki svarað því hvort flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið á Íslandi með vitund og í samvinnu við lögreglu hér á landi. Í skýrslunni er til að mynda margítrekað að lögreglu sé óheimilt að miðla trúnaðarupplýsingum, eins segir að lögreglu sé heimilt að nota flugumenn - en að eftir yfirferð gagna segir embættið að EKKI sé hægt að skera úr um hvort Mark Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu við lögreglu. Þó staðfestir skýrslan að trúnaðarupplýsingar um mótmæli Saving Iceland hafi borist lögreglu frá innlendum og erlendum upplýsingagjöfum. Saving Iceland hefur sent frá athugasemdir við skýrsluna undir yfirskriftinni - Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra. Þar segir að alvarlegasti meinbugur skýrslunnar sé að þar sé vikist undan þeirri ábyrgð sem henni hafi verið ætlað að axla. Með því að vísa til yfirferðar gagna gætu öll yfirvöld vikið sér undan upplýsingaskyldu með því að eyða gögnum eða búa ekki til gögn um það sem fram fer. Þetta sé óásættanleg niðurstaða. Þá gagnrýnir Saving Iceland að ekki hafi verið haft samband við einstaklingar sem störfuðu með hreyfingunni heldur byggi lögregla á frásagnir í breska blaðinu The Guardian sem séu fullar af rangfærslum. Einnig segir hreyfingin að skýrslan sé hrópandi dæmi um þá meinsemd íslenskra yfirvalda að beita sér gegn pólitísku andófi eins og glæpasamtökum og segir að glæpavæðing andófs sé tilræði við lýðræðið. Þá mælist Saving Iceland til þess að Ögmundur Jónasson sendi skýrsluna aftur til sinna heimahúsa, að öðrum kosti sé brýnt að mál breska njósnarans verði rannsakað af óháðum aðilum sem hafi ekki hagsmuna að gæta líkt og embætti ríkislögreglustjóra. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. Eftir að fregnir bárust um að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, hefði laumað sér inn í raðir Saving Iceland, líkt og annarra samtaka víða um heim, kallaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um vitneskju þeirra um veru Mark á Íslandi. Embætti ríkislögreglustjóra sendi síðan frá sér skýrslu fyrr í vikunni, upp á 19 síður, en segja má að kjarni hennar sé að ríkislögreglustjóri geti ekki svarað því hvort flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið á Íslandi með vitund og í samvinnu við lögreglu hér á landi. Í skýrslunni er til að mynda margítrekað að lögreglu sé óheimilt að miðla trúnaðarupplýsingum, eins segir að lögreglu sé heimilt að nota flugumenn - en að eftir yfirferð gagna segir embættið að EKKI sé hægt að skera úr um hvort Mark Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu við lögreglu. Þó staðfestir skýrslan að trúnaðarupplýsingar um mótmæli Saving Iceland hafi borist lögreglu frá innlendum og erlendum upplýsingagjöfum. Saving Iceland hefur sent frá athugasemdir við skýrsluna undir yfirskriftinni - Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra. Þar segir að alvarlegasti meinbugur skýrslunnar sé að þar sé vikist undan þeirri ábyrgð sem henni hafi verið ætlað að axla. Með því að vísa til yfirferðar gagna gætu öll yfirvöld vikið sér undan upplýsingaskyldu með því að eyða gögnum eða búa ekki til gögn um það sem fram fer. Þetta sé óásættanleg niðurstaða. Þá gagnrýnir Saving Iceland að ekki hafi verið haft samband við einstaklingar sem störfuðu með hreyfingunni heldur byggi lögregla á frásagnir í breska blaðinu The Guardian sem séu fullar af rangfærslum. Einnig segir hreyfingin að skýrslan sé hrópandi dæmi um þá meinsemd íslenskra yfirvalda að beita sér gegn pólitísku andófi eins og glæpasamtökum og segir að glæpavæðing andófs sé tilræði við lýðræðið. Þá mælist Saving Iceland til þess að Ögmundur Jónasson sendi skýrsluna aftur til sinna heimahúsa, að öðrum kosti sé brýnt að mál breska njósnarans verði rannsakað af óháðum aðilum sem hafi ekki hagsmuna að gæta líkt og embætti ríkislögreglustjóra.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira