Innlent

Varað við hálkublettum

Vegagerðin varar við hálkublettum á Vestfjörðum í kringum Ísafjörð og í Ísafjarðardjúpi. Hálka og er á Gemlufallsheiði, á Flateyrarvegi, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálka er á Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiði en þar er verið að hreinsa. Þá eru einnig hálkublettir á Klettshálsi og Hjallhálsi.

 

Á Norðurlandi er hálkublettir og éljagangur á Þverárfjalli. Hálka og éljagangur er frá Hofsósi á Siglufjörð. Hálkublettir eru á Öxnadalsheiði og hálkublettir og éljagangur á flestum leiðum í kringum Akureyri. Á Austurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Ófært er á Vatnsskarði og Hellisheiði eystra. Hálkublettir og skafrenningur er á Öxi. Vegir eru hins vegar greiðfærir um sunnanvert landið og eins að mestu á Vesturlandi og Norðurlandi vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×