Erlent

Heimurinn er enn til

Útvarpspredikarinn Harlold Camping sem hefur spáð í tölur í tugi ára en hann er verkfræðingur að mennt.
Útvarpspredikarinn Harlold Camping sem hefur spáð í tölur í tugi ára en hann er verkfræðingur að mennt.
Heimurinn er enn til og lífið gengur sinn vanagang þvert á dómsdagsspár bandaríska predikarans Harold Camping. Hann hafði spáð því að klukkan 18 í hverjum heimshluta myndu jarðskjálftar hefjast, og í framhaldinu yrðu hinir dyggðugu geislaðir upp til himna.

Ekki er laust við háð í skrifum erlendra fjölmiðla um málið, bæði í dag og undanfarna daga, en breska dagblaðið Telegraph greindi frá því á vef sínum að óstaðfestar fregnir hefðu borist frá Tonga um að eyjan hefði ekki sokkið í sæ. Það sama gilti um Nýja Sjáland, en íbúar þessara landa hefðu líklegast verið ein fyrstu fórnarlömb hins hinsta dags ef spá Campings hefði reynst rétt.

Camping sem er forstöðumaður safnaðar sem rekur 66 útvarpsstöðvar segist hafa reiknað það nákvæmlega út að jörðin myndi tortímast í dag. Þessir útreikningar hans byggja á Sköpunarsögunni og Opinberunarbók Nýja testamentisins. Camping þessi hefur áður spáð heimsendi. Það var árið 1994 en þá átti endurkoma Krists að verða og lokauppgjörið við djöfulinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×