Innlent

Framandi kirkjustíll í Vesturbænum

Rétttrúnaðarkirkjan á Mýrargötu Einkenni kirkna rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru meðar annars hinir fagurlöguðu kúplar ofan á turnum þeirra.
Rétttrúnaðarkirkjan á Mýrargötu Einkenni kirkna rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru meðar annars hinir fagurlöguðu kúplar ofan á turnum þeirra.
Söfnuður Moskvu-patríarkats rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur nú sýnt frumtillögu sína að kirkjubyggingu og safnaðarheimili ofan við Mýrargötu í Reykjavík. Yfirbragðið er nokkuð frábrugðið öðrum guðshúsum hérlendis og víst að byggingin mun setja mikinn svip á Vesturbæinn.

Skóflustunga var tekin að kirkjunni 12. maí síðastliðinn en skipulags- og byggingayfirvöld í Reykjavík eiga enn eftir að veita blessun sína yfir hönnun mannvirkisins sem þarf að uppfylla hefðbundna skilmála sem gilda í borgarlandinu.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×