Innlent

Sögð hafa misnotað traust

Steingrímur J. Sigfússon ræddi stjórnmálaástandið við félaga sína í flokksráði Vinstri grænna í gær.
Fréttablaðið/AP
Steingrímur J. Sigfússon ræddi stjórnmálaástandið við félaga sína í flokksráði Vinstri grænna í gær. Fréttablaðið/AP
Á flokksráðsfundi Vinstri grænna verður í dag gengið til atkvæða, meðal annars um ályktun þar sem lagt er til að flokkurinn harmi úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokknum.

Þau eru með þessu sögð hafa gefið flokkssystkinum sínum langt nef og þverbrotið gegn lýðræðislegum vilja og ákvörðunum stofnana flokksins. Þau tóku öll þátt í flokksráðsfundinum í gær. Einnig liggur fyrir fundinum ályktun gegn hernaði Atlantshafsbandalagsins í Líbíu. Þá verður borin undir fundinn stuðningsyfirlýsing við ríkisstjórnina.

Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksráðsins, setti fundinn á Grand Hóteli síðdegis í gær en síðan ræddi Steingrímur J. Sigfússon stjórnmálaástandið. Að því búnu hófust umræður í fjórum starfshópum og um kvöldið voru ályktanir kynntar.

Í dag verða ályktanirnar síðan afgreiddar og lýkur fundinum á hádegi. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×