Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarfið 21. maí 2011 05:00 Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að þrátt fyrir þessa fjölgun kvenna komi þangað einungis lítið brot af þeim konum sem verða fyrir ofbeldi. fréttablaðið/pjetur Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölgunin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 prósent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölgunin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 prósent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira