Hafna þúsundum unglinga 21. maí 2011 04:00 Færri ungmenni fá bæjarvinnu í sumar en vilja. fréttablaðið/anton Brink Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær veita ekki öllum ungmennum sumarvinnu sem sótt hafa um. Alls sóttu um 3.800 á aldrinum 17 ára og eldri um sumarvinnu hjá borginni, álíka margir og í fyrra að sögn Lárusar Rögnvaldar Haraldssonar, atvinnuráðgjafa hjá Hinu húsinu. „Í fyrra fengu allt að 1.500 vinnu í styttri eða lengri tíma en í ár er ætlunin að ráða 1.900. Þeir sem eru 17 ára fá vinnu í fjórar vikur en eldri í sex til átta vikur og er miðað við fullan vinnudag í flestum tilfellum,“ segir Lárus. Þar sem 400 námsmenn voru án vinnu í fyrrasumar og fengu fjárhagsaðstoð frá borginni var ákveðið að þeir skyldu njóta forgangs nú, að því er Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi hefur greint frá. Fjórtán ára unglingar fá ekki inni í Vinnuskólanum í sumar en allir 15 og 16 ára sem skráðu sig fá vinnu, að sögn Magnúsar Arnars Sveinbjörnssonar skólastjóra. „Þetta eru alls rúmlega tvö þúsund krakkar. Fimmtán ára fá vinnu hálfan daginn í þrjár vikur en 16 ára fá vinnu allan daginn í þrjár vikur. Tímabilið í fyrra var fjórar vikur.“ Í Hafnarfirði sóttu um 800 ungmenni 17 ára og eldri um vinnu. Rúmlega 300 fengu. „Tímabilið er sex til sjö vikur og er almennt um fulla vinnu að ræða á tímabilinu,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Hún getur þess að um 900 unglingar á aldrinum 14 til 16 ára, eða allir sem sóttu um, fái vinnu í sex vikur í nokkrar stundir á dag. Af þeim 1.100 ungmennum 17 ára og eldri sem sóttu um hjá Kópavogsbæ fengu 600 vinnu í fimm til átta vikur miðað við fullan vinnudag. Af þessum 1.100 sóttu 500 um almenn störf í áhaldahúsi og garðyrkju og fengu 255 vinnu. „Þessi 500 manna hópur var allur jafnvígur og til þess að tryggja að allir sætu við sama borð var dregið úr hópnum,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. Yngri aldurshóparnir fá allir vinnu í nokkra tíma á dag í sex vikur hjá Kópavogsbæ.- ibs Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær veita ekki öllum ungmennum sumarvinnu sem sótt hafa um. Alls sóttu um 3.800 á aldrinum 17 ára og eldri um sumarvinnu hjá borginni, álíka margir og í fyrra að sögn Lárusar Rögnvaldar Haraldssonar, atvinnuráðgjafa hjá Hinu húsinu. „Í fyrra fengu allt að 1.500 vinnu í styttri eða lengri tíma en í ár er ætlunin að ráða 1.900. Þeir sem eru 17 ára fá vinnu í fjórar vikur en eldri í sex til átta vikur og er miðað við fullan vinnudag í flestum tilfellum,“ segir Lárus. Þar sem 400 námsmenn voru án vinnu í fyrrasumar og fengu fjárhagsaðstoð frá borginni var ákveðið að þeir skyldu njóta forgangs nú, að því er Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi hefur greint frá. Fjórtán ára unglingar fá ekki inni í Vinnuskólanum í sumar en allir 15 og 16 ára sem skráðu sig fá vinnu, að sögn Magnúsar Arnars Sveinbjörnssonar skólastjóra. „Þetta eru alls rúmlega tvö þúsund krakkar. Fimmtán ára fá vinnu hálfan daginn í þrjár vikur en 16 ára fá vinnu allan daginn í þrjár vikur. Tímabilið í fyrra var fjórar vikur.“ Í Hafnarfirði sóttu um 800 ungmenni 17 ára og eldri um vinnu. Rúmlega 300 fengu. „Tímabilið er sex til sjö vikur og er almennt um fulla vinnu að ræða á tímabilinu,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Hún getur þess að um 900 unglingar á aldrinum 14 til 16 ára, eða allir sem sóttu um, fái vinnu í sex vikur í nokkrar stundir á dag. Af þeim 1.100 ungmennum 17 ára og eldri sem sóttu um hjá Kópavogsbæ fengu 600 vinnu í fimm til átta vikur miðað við fullan vinnudag. Af þessum 1.100 sóttu 500 um almenn störf í áhaldahúsi og garðyrkju og fengu 255 vinnu. „Þessi 500 manna hópur var allur jafnvígur og til þess að tryggja að allir sætu við sama borð var dregið úr hópnum,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. Yngri aldurshóparnir fá allir vinnu í nokkra tíma á dag í sex vikur hjá Kópavogsbæ.- ibs
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira