Innlent

Norðurlöndin þögðu í eina mínútu

Norska þjóðin og öll norðurlöndin tóku þátt í einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin sem týndu lífi í árásunum síðastliðinn föstudag.

Grafarþögn ríkti í Noregi í dag þegar norðmenn þögðu í eina mínútu til minningar um fórnarlömbin sem týndu lífi í árásunum. Enn eru tölur um fjölda látinna á reiki og nokkurra er enn saknað.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra og konunglega fjölskyldan komu saman fyrir utan Oslóarháskóla ásamt fjölda manns til að minnast fórnarlambanna. Almenningssamgöngur voru stöðvaðar og einkabílar námu staðar á götunum.

Öll norðurlöndin tóku einnig þátt í mínútu þögn og andrúmsloftið í norska sendiráðinu við Fjólugötu var þrungið í morgun þegar starfsmenn þess og aðrir gestir tóku þátt í mínútu þögn.

Við tröppur sendiráðsins hefur fólk skilið eftir blóm og kerti til að votta samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×