Innlent

Allir læknar kallaðir á vakt á föstudag

Gísli Bergmann, svæfinga- og gjörgæslulæknir hjá Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, var á meðal þeirra lækna sem kallaðir voru á vakt eftir árásina í Ósló og Úteyju.
Gísli Bergmann, svæfinga- og gjörgæslulæknir hjá Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, var á meðal þeirra lækna sem kallaðir voru á vakt eftir árásina í Ósló og Úteyju.
Gísli Bergmann, svæfinga- og gjörgæslulæknir hjá Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, hafði nýlokið vakt er sprengingin varð í miðborg Óslóar. Hann segir fólk enn slegið eftir atburðinn.

„Ég var á fundi þegar sprengingin varð. Við heyrðum hvell og rúðurnar sem sneru í átt að miðbænum hristust. Í fyrstu héldum við þetta vera þrumu en vorum þó flest sammála um að hvellurinn hafi frekar hljómað eins og sprenging. Stuttu seinna fengum við fréttirnar og þá var sett af stað stórslysaáætlun og voru allir læknar kallaðir inn á vakt,“ segir Gísli. Hann stóð vaktina fram á næsta morgun en flestir hinna særðu voru fluttir á annað sjúkrahús í borginni. Gísli segir daglegt starf á spítalanum ekki enn komið í eðlilegt horf en að tiltölulega lítið sé að gera miðað við aðstæður.

Sólrún Björk Rúnarsdóttir, læknir í Noregi, var einnig kölluð á vakt er stórslysaáætlunin var sett í gang. Hún segir átta einstaklinga hafa verið flutta á sjúkrahúsið en hún hafi sjálf ekki tekið á móti neinum þeirra. „Manni brá að sjálfsögðu þegar maður heyrði af þessu. Andrúmsloftið sem ríkir hér þessa stundina er mjög sérstakt,“ segir hún.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×