Innlent

Með amfetamín í aftursætinu

Maðurinn var skipverji á Goðafossi.
Maðurinn var skipverji á Goðafossi.
Ríkissaksóknari hefur ákært þrjátíu og sex ára karlmann fyrir að reyna að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til landsins.

Maðurinn er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 13. júní 2011 staðið að ólögmætum innflutningi á 3.843 grömmum af amfetamíni, ætluðu til sölu. Hann tók á móti fíkniefnunum frá óþekktum aðila í Rotterdam í Hollandi mánudaginn 6. júní 2011 og flutti þau til landsins með flutningaskipinu Goðafossi og notfærði sér þar með aðstöðu sína sem háseti á skipinu. Eftir að skipið lagði að bryggju í Reykjavík að kvöldi hins 13. júní bar hann fíkniefnin í land og setti þau í aftursæti bifreiðar þar sem lögregla fann þau skömmu síðar við leit.

Þá er maðurinn ákærður fyrir umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa í sama skipti og eftir að hann hafði komið efnunum fyrir í bifreiðinni ekið henni án þess að hafa gild ökuréttindi.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×