Innlent

Almyrkvi verður fyrir austan

Tunglmyrkvi Tunglmyrkvi verður yfir Íslandi hinn 10. desember. Almyrkvað verður yfir Austurlandi.
Tunglmyrkvi Tunglmyrkvi verður yfir Íslandi hinn 10. desember. Almyrkvað verður yfir Austurlandi.
Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næstkomandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað.

Samkvæmt vef Almanaks Háskóla Íslands hefst almyrkvinn þegar enn er dagsbirta á Ísland. Austast á landinu sést tunglið almyrkvað þegar það kemur upp fyrir sjóndeildarhringinn undir lok almyrkvans.

Almyrkvar á tungli sjást að meðaltali á tveggja til þriggja ára fresti frá hverjum stað á jörðinni. Stutt er þó frá síðasta tunglmyrkva á Íslandi, en hann var 21. desember í fyrra og sást í 74 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×