Innlent

Fyrirspurnin of viðamikil

Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hversu miklu fé opinberir aðilar verji til vísindarannsókna og nýsköpunar.

Í skriflegu svari við fyrirspurn Þorgerðar segir Jóhanna að málið varði ekki bara forsætisráðuneytið heldur öll ráðuneytin. Rétt hefði verið að beina fyrirspurninni til fleiri ráðherra. Þá þyrfti að leggja mikla vinnu í svarið, og ekki hægt að svara því „í stuttu máli“ eins og gert sé ráð fyrir í fyrirspurnum til ráðherra.

Jóhanna segir að lokum að sé það vilji Alþingis væri hægt að fela Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um málið. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×