Meðlimir R.E.M. hugsuðu fyrst um endalok hljómsveitarinnar þegar þeir voru á tónleikaferð til að fylgja plötunni Accelerator eftir árið 2008. Þremur árum síðar, eða í september síðastliðnum, lagði sveitin upp laupana. „Okkur fannst við hafa gengið í gegnum mjög dapurt tímabil. Hver og einn okkar vildi ljúka því sem við höfðum verið að gera síðan við urðum fullorðnir. Vildum allir ljúka þessu á réttan hátt, okkar eigin hátt,“ sagði söngvarinn Michael Stipe.
R.E.M. gaf út fimmtán hljóðversplötur á 31 árs ferli sínum en núna er ævintýrið á enda. „Það var frelsandi að hætta. Ég var spenntur. Það orð sem oftast hefur verið sagt á meðal okkar er „súrsætt“.
Súrsætt að hætta

Mest lesið





Setja markið á 29. sætið
Lífið

Gurrý selur slotið
Lífið




Ekkert gefið eftir í elegansinum
Tíska og hönnun