Úr skugga White Stripes 1. desember 2011 10:00 sjöunda platan Blúsrokkararnir í The Black Keys hafa gefið út sjöundu plötu sína, El Camino. nordicphotos/getty Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira