Innlent

Hollvinir Strætó sameinast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hollvinasamtök Strætó verða stofnuð á morgun. Mynd/ Teitur.
Hollvinasamtök Strætó verða stofnuð á morgun. Mynd/ Teitur.
Strætó er ágætis ferðamáti og vanmetinn, segir Vésteinn Valgarðsson, sem stendur að stofnun Hollvinasamtaka Strætó. Samtökin verða stofnuð á morgun. Vésteinn segir að tilgangurinn sé að stofna þverpólitískan hóp til að stuðla að betri almenningssamgöngum, einkum strætó. „Ég fer flestra minna ferða í strætó. Það sem ég fer ekki gangandi," segir Vésteinn.

Vésteinn er sjálfur félagi í VG í Reykjavík og er niðurskurðurinn sem er núna yfirvofandi hjá Strætó rótin að stofnun samtakanna. „Mér þykir þörf á að það sé til baráttuhópur fyrir strætó sem er ekki klofinn eftir flokkslínum," segir Vésteinn.

Hollvinasamtökin verða stofnuð klukkan fimm á morgun í Reykjavíkurakademíunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×