Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Margrét Helga Erlingsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. ágúst 2024 23:05 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22