Innlent

Fundað í bræðsludeilunni á morgun

MYND/HARI

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna í loðnubræðslum hafa verið boðaðir til samningafundar á morgun, en að óbreyttu hefst verkfall í loðnubræðslunum í næstu viku.

Loðnuskipin eru nú búin að veiða umþaðbil helming kvótans á þessari vertíð, sem er 252 þúsund tonn, og geta ekki klárað kvótann fyrir verkfall, ef til þess kemur.

Útvegsmenn íhuga að senda skipin til löndunar í Færeyjum, Skotlandi eða Danmörku, ef deilan leysist ekki í tæka tíð. Flotinn er nú við veiðar út af Ingólfshöfða og voru þrjú skip að landa loðnu í Vestmannaeyjum í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×