Innlent

Fái bætur fyrir tengiskostnað

Bæjaryfirvöld ætla í prófmál fyrir hönd húseigenda.
Bæjaryfirvöld ætla í prófmál fyrir hönd húseigenda.
Bæjarráð Hveragerðis hefur ákveðið að taka að sér að reka dómsmál fyrir húseiganda í bænum gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráðið telur að Orkuveitan, sem keypti Hitaveitu Hveragerðis fyrir nokkrum árum, eigi að kosta sérstakan búnað sem húseigendur á vissu svæði í bænum þurfa til að tengjast hitaveitunni.

Kostnaður þessara húseigenda verður umtalsvert meiri en annarra íbúa segir bæjarráðið sem vill láta reyna á bótarétt þessa hóps með því að höfða prófmál með því að reka mál eins hús­eigandans. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×