Innlent

Forsetinn setti þing Jarðhitasamtakanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forseti Íslands setti þing Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna. Mynd/ GVA.
Forseti Íslands setti þing Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í morgun setningaræðu á þingi Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna sem haldið er í New York. Fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum sækir þingið, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu er einkum fjallað um fjármögnun jarðhitaframkvæmda á þinginu og munu fulltrúar orkufyrirtækja og fjárfestingasjóða flytja þar erindi. Mikil umræða hefur að undanförnu verið um hvernig Bandaríkin geti virkjað jarðhita og þannig aukið orkuöryggi og hlutdeild hreinnar orku í hagkerfi landsins.

„Stjórnvöld í Washington jafnt sem einstök fylki hafa sýnt aukinn áhuga á slíkum framkvæmdum og beinist athyglin meðal annars að þeim árangri sem Íslendingar ahfa náð og hvernig hægt er að nýta reynslu og þekkingu íslenskra sérfræðinga," segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×