Innlent

Gögnin komin frá Havilland banka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari. Mynd/ Stefán.
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari. Mynd/ Stefán.
Sérstakur saksóknari hefur fengið afhent gögn sem voru tekin þegar gerð var húsleit í Banque Havilland í Lúxemborg. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi. Gögnin eru mjög umfangsmikil og vega um 150 kíló. Hvailland banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. Húsleit var gerð þar í febrúar síðastliðnum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun og fleiri auðgunarbrotum í rekstri Kaupþings.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×