Innlent

Ræddu öryggismál á Atlantshafi

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar

Fundurinn, sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, átti í gær með Maarten de Sitter, pólitískum ráðgjafa yfirmanns herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, var vel heppnaður, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins.

Heimsókn de Sitter og samstarfsmanna, sem sem var á vegum utanríkisráðuneytisins, var liður í að kynna þær skipulagsbreytingar sem orðið hafa hér á landi eftir að Varnarmálastofnun var lögð niður.

De Sitter kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar auk þess sem rædd voru öryggis-, eftirlits- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi. Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á samstarfinu við NATO á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×