Hafa miklar áhyggjur af Magma-málinu Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 17:47 Ásgeir Margeirsson, í miðju, var meðal ræðumanna á ráðstefnunni í New York og svaraði spurningum fundarmanna í pallborðsumræðum. Mynd Stöð 2 / Egill Aðalsteinsson Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45