Umfjöllun: Tvö töpuð stig gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 21. september 2011 17:56 Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira