Gerum þá kröfu að vinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2011 08:00 Stelpurnar hafa æft vel síðustu daga og eru klárar í slaginn gegn Belgíu. Mynd/Anton „Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
„Stelpurnar eru á jörðinni þó svo þær hafi unnið frábæran sigur á Noregi. Þær eru farnar að venjast því að vinna góðu liðin og þetta er ekki eins mikið tiltökumál í dag," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, sem mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Stelpurnar okkar lögðu Noreg um helgina og fara því í leikinn gegn Belgíu með vind í seglunum. „Einbeitingin og andinn í hópnum hefur verið mjög góður. Það er stutt á milli leikja og því er lítið tempó á æfingum. Stelpurnar ættu því að vera ferskar þegar blásið er til leiks. Fókusinn er í lagi hjá þeim og hefur alltaf verið það hjá þessum stelpum." Belgíska liðið er ekki eins hátt skrifað og íslenska liðið og því má gera þá kröfu að Ísland vinni þennan leik. Stelpurnar mega heldur ekki misstíga sig í þessum leikjum gegn lakari liðum ef þær ætla að ná því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. „Þetta belgíska lið byggir leik sinn upp á góðum varnarleik og þær reyna síðan að sækja hratt. Liðið er með tvo fína framherja. Liðið hefur samt ákveðna veikleika sem við munum reyna að herja á. Ég vil kannski ekki gefa það allt upp en við munum halda okkar striki og einblína á okkar leik. Við spiluðum hratt gegn Noregi og munum reyna að gera það áfram. Við viljum sækja upp í hornin og koma með fyrirgjafir. Það er okkar styrkleiki og við munum reyna að nýta hann," segir Sigurður Ragnar en hann gerir þá kröfu til liðsins að það vinni leikinn. „Við gerum þær kröfu á okkur sjálf að vinna. Við ætlum að vinna riðilinn og þá verðum við að vinna þennan leik. Ef við gerum það ekki þá er búið að eyðileggja leikinn góða gegn Noregi."Mynd/AntonÍslenska liðið brenndi sig um árið gegn Slóveníu og Sigurður segir liðið hafa lært mikið af þeim leik. Hann gleymist ekki. „Við reynum samt að hugsa jákvætt í stað þess að hafa áhyggjur af vanmati eða álíka. Ef við einblínum of mikið á eitthvað neikvætt er meiri hætta á að eitthvað neikvætt gerist. Þess vegna viljum við hugsa jákvætt. Auðvitað brenndum við okkur um árið en við lærðum af þessum leik og hann situr sterkt í minningunni hjá öllum út af svekkelsinu," segir Sigurður, sem getur teflt sínu sterkasta liði fram en aðeins Katrín Ómarsdóttir hefur verið að glíma við smá meiðsli. „Belgía hefur unnið sterk lið eins og Rússland og Suður-Kóreu. Þetta er hörkulið sem getur unnið sterkar þjóðir. Við þurfum því að vera á tánum og brjóta þær niður."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira