Stricker tryggði sér sigur með mögnuðu pútti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. júlí 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. AP Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Þetta er í 21. sinn í sögu PGA mótaraðarinnar að kylfingur vinnur mót þrjú ár í röð. Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru á þeim lista. Stricker lenti í töluverðum vandræðum eftir upphafshöggið á lokaholunni. Boltinn endaði í brautarglompu og sló hann úr erfiðri stöðu með 6-járni rétt yfir flötina. Hann setti síðan niður um 10 metra pútt fyrir sigrinum. Stricker er 44 ára gamall og er þetta annar sigur hans á árinu en hann sigraði á Memorial meistaramótinu í síðasta mánuði. Stanley tryggði sér keppnisrétt á opna breska meistaramótinu með árangri sínum á mótinu og þurfti hann að hraða sér til Bretlands strax að móti loknu ásamt Stricker. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Sandwich vellinum. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Þetta er í 21. sinn í sögu PGA mótaraðarinnar að kylfingur vinnur mót þrjú ár í röð. Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru á þeim lista. Stricker lenti í töluverðum vandræðum eftir upphafshöggið á lokaholunni. Boltinn endaði í brautarglompu og sló hann úr erfiðri stöðu með 6-járni rétt yfir flötina. Hann setti síðan niður um 10 metra pútt fyrir sigrinum. Stricker er 44 ára gamall og er þetta annar sigur hans á árinu en hann sigraði á Memorial meistaramótinu í síðasta mánuði. Stanley tryggði sér keppnisrétt á opna breska meistaramótinu með árangri sínum á mótinu og þurfti hann að hraða sér til Bretlands strax að móti loknu ásamt Stricker. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Sandwich vellinum.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira