Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu 26. september 2011 15:09 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Singapúr. AP MYND: Terence Tan Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira