Innlent

Miðlun biðst afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.
Miðlun ehf hefur gripið til ráðstafana til að efla öryggiskerfi fyrirtækisins eftir að viðkvæmum persónuupplýsingum var stolið frá fyrirtækinu í haust.

Gögnin voru úr eineltiskönnun sem Miðlun gerði fyrir fjármálaráðuneytið. Gögnunum var ekki eytt á tilteknum tíma og kærði Persónuvernd málið til lögreglu vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá Miðlun segir að það hafi verið mistök að eyða ekki gögnunum á umsömdum tíma. Í fréttatilkynningu biðst Miðlun afsökunar á mistökunum.

Miðlun segir að það hafi verið einstaklingur í starfsþjálfun sem hafi stolið upplýsingunum. Grunur leikur á því að það hafi hann gert til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×