Innlent

Niðurstaðan má ekki sundra Íslendingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með blaðamönnum í dag. Mynd/ Sigurjón Ólason.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með blaðamönnum í dag. Mynd/ Sigurjón Ólason.
„Niðurstaðan þjóðaratkvæðagreiðslunnar má ekki sundra okkur né leiða til langvarandi deilna því brýnna er nú en nokkru sinni að við stöndum saman," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann segir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýni að þjóðin geti leitt mál til lykta. Kenningin um að þjóðin geti ekki farið með vald í flóknum málum hafi reynst tilhæfulaus.

Forsetinn vildi ekki segja frá því hvað hann kaus sjálfur í atkvæðagreiðslunni. „Við búum sem betur fer við það lýðræðisfyrirkomulag að kosningar eru leynilegar," sagði forsetinn. Hann sagðist ekki telja rétt að segja frá því hvað hann kaus. „Vegna þess að eðli þjóðaratkvæðagreiðslu er þannig að þar eru allir jafnir," sagði Ólafur Ragnar.

Þá lagði forsetinn áherslu á að rangt væri að fullyrða niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar þýði að Bretar og Hollendingar fái ekkert í sinn hlut. Þeir fái örugglega í sinn hlut 7-9 milljarða bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×