Innlent

Vel smurt ofan á grunnlaunin

Töluverður munur er á lægstu grunnlaunum sérfræðinga og hæstu heildarlaunum þeirra.
Töluverður munur er á lægstu grunnlaunum sérfræðinga og hæstu heildarlaunum þeirra.
Næstum 500 þúsund króna munur er á lægstu grunnlaunum sérfræðinga í Stjórnarráðinu og hæstu heildarlaunum sérfræðinga. Almennt er mikill munur á grunnlaunum og heildarlaunum starfsmanna Stjórnarráðsins.

 

Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki spurðist nýverið fyrir um launamálin. Í svari fjármálaráðherra eru laun fjögurra flokka starfsmanna tilgreind; skrifstofustjóra, deildarstjóra, sérfræðinga og stjórnarráðsfulltrúa.

 

Fulltrúarnir hafa lægstu grunnlaunin, tæplega 245 þúsund krónur en hæstu heildarlaun stjórnarráðsfulltrúa eru rúmlega 585 þúsund.

 

Lægstu grunnlaun sérfræðinga eru tæplega 280 þúsund krónur en hæstu heildarlaun 770 þúsund. Deildarstjórar hafa lægst 295 þúsund í grunnlaun en hæst verða heildarlaun þeirra 635 þúsund. Lægstu grunnlaun skrifstofustjóra eru 535 þúsund en hæstu heildarlaun þeirra 715 þúsund.

 

Nokkur munur er á hæstu og lægstu grunnlaunum hvers starfsmannaflokks fyrir sig. Minnstur hjá stjórnarráðsfulltrúum; 100 þúsund krónur en mestur hjá sérfræðingum; 350 þúsund krónur. Flestir starfsmenn Stjórnarráðsins falla í flokkinn sérfræðingar samkvæmt svarinu; alls 228. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×