Körfubolti

Falur: Það vantaði reynslumikla leikmenn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ekki sáttur með stórt tap Keflavíkur gegn KR í dag.

„Það var á brattann að sækja. Það vantaði reynslumikla leikmenn. Við erum með mjög ungt lið og margar að stíga sín fyrstu spor," sagði Falur. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var veik. Þá er Ingibjörg Jakobsdóttir með slitin krossbönd.

Þrátt fyrir að þriggja stiga línan hafi nýverið verið færð utar voru gestirnir duglegir að skjóta. Það gekk þó afar illa að hitta.

„Já. Það er það sem leikreyndari leikmenn eiga að sjá. Það er búið að færa línuna mikið og ekki allir sem geta drifið. Við vorum að taka mikið af skotum og hitta lítið," sagði Falur.

Falur segist geta tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum.

„Það er jákvætt að þær eru að læra að spila á móti svona öflugum mótherja," sagði Falur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×